EAT DRINK VISIT

EAT DRINK VISIT

EAT DRINK VISIT

Sögusetrið 1238 er gagnvirk og alltumlykjandi sýning sem færir þig mun nær sögulegum stóratburðum en hefðbundnar fræðslusýningar. Með hjálp nýjustu tækni í miðlun og sýndarveruleika bjóðum við þér að taka þátt í átakamestu atburðum Íslandssögunnar og beinlínis stíga inn í sögu Sturlungaaldar.

Opið alla daga frá klukkan 10:00 – 22:00.

UPPLIFÐU SÖGUNA

Sýningin sviðsetur frægustu atburði Sturlungaaldarinnar (1220 – 1264); blóðugasta og afdrifaríkasta tímabilinu í sögu Íslands þar sem ættar- og höfðingjaveldi börðust í allsherjar borgarastyrjöld sem lauk með því að Íslendingar glötuðu sjálfstæðinu.

SÝNDARVERULEIKI

Sýndarveruleiki leikur stórt hlutverk í sýningunni.  Í gegnum sýndarveruleika stígur þú inn í söguna, aftur til fortíðar.

Þar getur þú upplifað og tekið þátt í stærsta bardaga Íslandssögunnar, Örlygsstaðabardga sem var upphafið að endalokum sjálfstæðis Íslendinga.

                                 Veitingar og þjónusta

Grána Bistro

Grána Bistro, á 1238  býður bistro matseðil með frábærum mat úr héraði, kaffi og með því, í huggulegum sal fyrir allt að 60 manns.

Gránubúð

Gránubúð, er minjagripa og gjafavörubðuð með handunna vöru
í íslenskri hönnun, staðsett á fyrstu hæð sýningarinnar .

Upplýsingamiðstöð ferðmanna

Á fyrstu hæð er einnig að finna Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Sauðárkróki. 
1238 Baráttan um Ísland er staðsett á Sauðárkróki, Skagafirði, í u.þ.b. 1,5 kl. akstri frá Akureyri  og 3,5 akstri frá Reykjavík.

Skagafjörður er fullkominn staður til að njóta íslenskrar náttúru með fjölbreytta afþreyingu
og útivistarmöguleika fyrir alla fjölskylduna. Fjörðurinn geymir fjölda stórsögulegra staða, safna og sýninga og er auðvitað frægt fyrir hestamennsku og flúðasiglingar.

HAFÐU SAMBAND – SKIPULEGGJUM HEIMSÓKNINA

Hafðu samband í gegnum tölvupóst, síma eða skildu eftir skilaboð og við höfum samband.

+354 588 1238
info@1238.is